145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[16:59]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ákveðin grundvallarmeginregla í þingstörfum að þegar þingnefnd fær mál til umfjöllunar hefur hún ríkt samráð við fagaðila í öllum málunum. Það er kallað eftir umsögnum fagaðilanna og ég hef ekki orðið var við annað í þinginu en að þingnefndir leggi sig fram um að hlusta á þá. Það eru hins vegar undantekningar eins og í þessu máli, sem eru ótrúlega tortryggilegar og benda til þess að sá sem hefur mestan áhuga á málinu, hæstv. forsætisráðherra, hafi eitthvert sérstakt markmið. Hann vill greinilega hafa áhrif á húsafriðun og skipulagsmál í þessu landi. Hann vill hafa bein áhrif (Forseti hringir.) en áhugi hans má aldrei leiða til þess (Forseti hringir.) að við í þinginu hvikum frá því grundvallarprinsippi (Forseti hringir.) að hlusta á fagaðila í málum.