145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef alltaf furðað mig á því hvað við hér í þinginu og almenningsálitið og fjölmiðlamenn gerðum lítið úr því þegar sú ákvörðun var tekin að flytja þessi mál til forsætisráðuneytisins. Sjálfri finnst mér þetta dæmigert fyrir menn sem komast til valda og telja sig ofar þeim reglum sem við höfum sett okkur. Auðvitað er ekki bannað að gera þetta, en það að hlutir séu ekki bannaðir þýðir ekki það sama og að maður megi gera þá eða eigi að gera þá.

Virðulegi forseti. Eg hef alltaf undrast það að fólk hafi ekki tekið betur eftir þessu en raun bar vitni.