145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:43]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Val Gíslasyni svarið. Ég skil það svo að ekki séu allir sáttir, eins og gjarnan vill verða og ekkert óeðlilegt við það þegar verið er að fara í slíkt breytingaferli. Það er væntanlega það sem hv. þingmaður átti við, að ekki væru allir sáttir við það samráð sem var haft. Það verður að öllum líkindum dregið fram í þinglegri meðferð. En það er ekki hægt að fullyrða að ekkert samráð hafi verið. Ég skal taka undir með hv. þingmanni að það er mjög mikilvægt þegar við erum með mikilvægar stofnanir sem við berum mikla virðingu fyrir og hlutverki þeirra að samráð sé sem víðtækast og að sem flestir sem hafa þekkingu og koma að málinu fái (Forseti hringir.) að hafa eitthvað um það að segja. (Forseti hringir.) Ég hef mikla trú á því að (Forseti hringir.) hv. allsherjar og menntamálanefnd muni kalla eftir slíkum (Forseti hringir.) faglegum athugasemdum og við getum þá leitt málið áfram í þinginu.