145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:49]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir að vilja gefa mér tækifæri til að flytja ræðu mína hér í dag en það er alveg ljóst að mælendaskrá klárast ekki. Klukkan er að verða sjö og þetta snýst ekki bara um mig eina eða hv. þm. Oddnýju Harðardóttur, heldur er hér fjöldi manns sem þarf að vera við vinnu á meðan við eigum eftir að halda okkar ræður. Það er föstudagur. Ég skal glöð fresta minni ræðu um hálfan mánuð eða rúmlega það þannig að annað starfsfólk þingsins geti farið heim og þurfi ekki að vera hér til klukkan átta til að hlusta á okkur hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur.