145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:52]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það verður ekki sagt að það hafi verið rismikið yfir þinginu undanfarna daga. Mál sem hér hafa komið upp hafa ekki beinlínis orðið til þess að auka virðingu þingsins út á við. Enn erum við í þeim sporum að hæstv. forsætisráðherra kemur ekki í þingsal, hvorki til að ræða það mál sem þingið vill ræða við hann né þau mál sem hann segist vilja ræða við þingið. Hæstv. ráðherra leggur hér fram lagafrumvarp sem hann kemur síðan ekki til umræðu við þingið um heldur laumupúkast einhvers staðar niðri og frammi á göngum.

Ég legg til við hæstv. forseta að hann noti tækifærið einmitt núna til að senda þingið heim þannig að það gangi tiltölulega hljóðlega út í föstudagskvöld fyrir páska. Ég hef grun um og get ímyndað mér að það verði af nógu að taka til að ræða þegar þing kemur saman eftir páska (Forseti hringir.) og að það verði einhver allt önnur mál en minjamál.