145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég lýsti hér áðan undrun minni yfir því að hæstv. forsætisráðherra hefði ekki fundið það hjá sér að koma hér og gefa þinginu skýrslu, en undrun mín er ekki minni nú yfir hlutskipti þingmanna stjórnarmeirihlutans. Hér sitja þeir þöglir og koma ekki fram með nokkrar upplýsingar eða nokkur rök fyrir því af hverju forsætisráðherra á að sitja áfram.

Hvað eruð þið að hugsa? Finnst ykkur þetta í lagi? Ætlið þið ekki að standa með þjóðinni? Hvert verður svar þingmanna stjórnarmeirihlutans á næsta ári þegar hingað kemur eftirlitsnefnd GRECO, Evrópuráðsins, vegna spillingarmála? Ja, okkur finnst þetta nú bara eiginlega í lagi. Við sáum enga ástæðu til að gera neitt í þessu.

Er það í alvöru yfirveguð afstaða stjórnarmeirihlutans að þetta sé í lagi? Ætlið þið ekki að standa með þjóðinni? Við bíðum svars.