145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[16:05]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur sem kom hér upp áðan. Því fyrr því betra. Þetta er einhver undarlegasta samkoma sem ég hef tekið þátt í. Þetta er eins og einhver meðvirknisamkoma sem verður bara að fara að ljúka. Þetta gengur ekki lengur. Mér finnst athyglisvert að núna hátt í klukkutíma erum við stjórnarandstæðingar búin að ræða um þetta mál. Enginn stjórnarliða hefur komið upp og sagt sína skoðun, hvorki af né á. Kannski er það merki um að fólk sé að hugsa sig um. Ég hvet fólk til þess að spyrja sig hvort því finnist þetta í lagi. Á þetta bara að halda svona áfram? Ef svo er, þá getum við bara hætt þessu. Þetta er bara skrípaleikur. Það er fyrir neðan virðingu okkar allra að taka þátt (Forseti hringir.) í svona og íslenska þjóðin á betra skilið.