145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[16:07]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Þetta er sorglegt allt saman. Þetta er ekki vandræðalegt lengur. Undanfarnar tvær vikur hefur verið sagt hérna að þessi staða sé vandræðaleg en hún er sorgleg.

Kastljós heimsins er á Íslandi. Samkvæmt nýjustu fréttum hafa 75 sjónvarpsstöðvar beðið RÚV um að fá að vera með beina útsendingu frá Austurvelli eftir klukkutíma.

Það er svo gífurlegur áhugi á þessu. Hæstv. forsætisráðherrann okkar var með eignir í skattaskjóli. Við getum ekki látið bjóða okkur upp á það. Það gengur ekki.

Dramb er falli næst og allt það en stundum líður mér eins og ég sé stödd í tragedíu eftir Sófókles. Ég veit ekki alveg hvort það er eitthvað til að gleðjast yfir, frekar þvert á móti.