145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[16:09]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf):

Hæstv. forseti. Alla daga kennum við börnunum okkar að allir geri mistök. Sum er léttvæg en önnur hafa afdrifaríkar afleiðingar. Við kennum börnunum okkar að axla ábyrgð og hvað það er að axla ábyrgð. Það er að viðurkenna mistökin, reyna að bæta fyrir þau og síðast en ekki síst að reyna að læra af þeim, ekki að afneita mistökunum, ekki reyna að réttlæta þau og ekki kenna öðrum um.

Því miður virðist hæstv. forsætisráðherra ekki hafa lært þessa lexíu. Ég skora á hann að íhuga vel þá stöðu sem hann er kominn í, því að mistökin sem hann hefur svo sannarlega gert eru afdrifarík. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það eru þúsundir manna að fara að mæta hérna fyrir utan og þjóðin öll er sammála um að hann gerði mikil mistök.

Ég held að hæstv. forsætisráðherra gerði þjóðinni allri gríðarlega mikinn greiða með því að stíga til hliðar og boða jafnvel til kosninga. Ef ekki ætti hann alla vega að stíga til hliðar til að reyna að skapa sátt í samfélaginu. Ég held að það hafi mjög afdrifaríkar afleiðingar ef hann gerir það ekki.