145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

orð forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali.

[16:22]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í viðtali. Ég vil spyrja hæstv. forsætisráðherra, sem bendir hér á að hann hafi frekar reynt að benda í aðrar áttir en að segja sannleikann í þessu viðtali: Er það ekki fullkomlega eðlileg krafa sem við sem borgarar í þessu landi hljótum öll að gera til okkar forsætisráðherra, okkar þjóðarleiðtoga, að hann segi bara satt í viðtölum þó að spurningarnar komi á óvart? Er það ekki eðlileg krafa sem við hljótum að gera til ráðamanna?