145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

skýringar forsætisráðherra á aflandsfélagi.

[16:53]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð bara að vera undrandi á hinum heimspekilegu æfingum í þessum ræðustól um það hvenær skattaskjól sé skattaskjól og hvenær skattaskjól sé ekki skattaskjól. Öll lönd geta verið skattaskjól en bara mismikil skattaskjól. Þá langar mig helst að vitna í skáldið mikla og snúa orðum Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukkunni:

Fari í helvíti sem Tortóla er ekki skattaskjól. Og þó.

Það er búið að reisa níðstöng hérna fyrir framan. Þúsundir manna eru hérna saman komnar. Austurvöllur er fullur. Við getum ekki haldið áfram að starfa á þingi undir þessum kringumstæðum. Við verðum að rjúfa þingfund. Við þurfum að geta tekið vantrauststillöguna fyrir af því að þessi ríkisstjórn er búin að vera.