145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

skýringar forsætisráðherra á aflandsfélagi.

[17:30]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Varðandi fyrirspurn hv. þingmanns í upphafi ræðu hans vill forseti upplýsa að hæstv. fjármálaráðherra var erlendis og þurfti að komast heim með því að fara milli borga í Bandaríkjunum en vegna veðurfarslegra aðstæðna var seinkun á því flugi sem gerði það að verkum að hæstv. fjármálaráðherra náði ekki því flugi sem hann hafði hugsað sér að koma með til Íslands en fer frá Bandaríkjunum í dag eftir því sem forseta er best kunnugt.