145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

óundirbúinn fyrirspurnatími.

[10:59]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Fundi er fram haldið. Forseti vill eitt andartak bregða sér í hlutverk sjónvarpsþular og segja: Tæknin hefur verið að stríða okkur. Að því gamni slepptu vill forseti biðjast velvirðingar á þessum tæknilegu örðugleikum sem við teljum að ráðin hafi verið bót á. Hefjast nú fyrirspurnir til ráðherra samkvæmt 7. mgr. 49. gr. þingskapa eins og áður hafði verið tilkynnt.