145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

hagsmunaárekstrar.

[11:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Forseti. Stór orð eru höfð uppi. Menn eru sagðir lifa tvöföldu lífi. Þeir sem gera það eru gjarnan að setja sjálfa sig í þá stöðu að gera ekki hreint fyrir sínum dyrum. En þannig var með þátttöku mína í viðskiptalífinu á sínum tíma að það gat ekki farið fram hjá nokkrum manni að ég átti sæti í stjórn, er það nokkuð? Var það ekki þannig á árinu 2007, á árinu 2009, á árinu 2013, að menn fengu tækifæri til að hafa skoðun á þessu?

Ég ætla ekki að lúta gildismati hv. þingmanns sem eins og sumir setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna (Gripið fram í.) Sjálfstæðisflokksins. Ég sæki stuðning minn til flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar (Gripið fram í.) og það er svarið við þessari spurningu, hv. þingmaður, og það er ekkert annað svar til.