145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

endurheimt trausts.

[11:56]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Það eru fjölmörg mál sem við höfum verið að vinna að og eru langt komin sem er eðlilegt að við ljúkum. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Langstærsta málið er afnám hafta og mál sem tengjast þeim. Þar hefur verið unnin frábær vinna, bæði á grunni þess sem áður hefur verið unnið en ekki síst eftir að við settum mjög öflugt fólk til verka í þeim geira. Við komum inn með löggjöf sem samþykkt var á þinginu og höfum síðan unnið eftir því með skýrum hætti. (Gripið fram í.)Við fengum meðal annars erlenda sérfræðinga til að taka þátt í því. Hver er dómur þeirra? Þeir segja að þetta sé einstæður árangur, þetta sé árangur sem verði án efa skólabókardæmi um það hvernig eigi að fara út úr slíkum aðstæðum. Hér er ég að vitna í Lee Buchheit. (Gripið fram í.) Það er eðlilegt að við klárum þessi verkefni, þau eru langt komin, og setjum ekki þá óvissu upp í íslenskum stjórnmálum að ekki takist að ljúka þeim á tilskildum (BirgJ: Þið eruð óvissan.) tíma. (BirgJ: Þið eruð óvissan.)