145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

notkun skattaskjóla.

[12:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Sá sem stofnar leynireikning í skattaskjóli gerir það í ákveðnum tilgangi, til að blekkja og fela og til að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins; í vegi, í sjúkrahús, í menntakerfi og löggæslu. Það að viðkomandi hafi ekki nýtt sér reikninginn að einhverju marki er í sjálfu sér aukaatriði. Það sem skiptir máli er ásetningurinn, að sækjast í leyndina og ógagnsæið með því að stofna félag í skattaskjóli suður í Kyrrahafi. Á Íslandi á þetta við um sjálfan fjármálaráðherrann.

Telur hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að það sé líklegt til að vinna Íslandi traust og trúverðugleika að nýju, hvort sem er innan lands eða í augum umheimsins, að hæstv. fjármálaráðherra hafi nýtt sér skattaskjól? Telur hæstv. ráðherra að almenningur muni sætta sig við það? Hvernig leggst það í hæstv. ráðherra að leggja af stað með nýja ríkisstjórn með slíkan farangur?