145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

afstaða ráðherra til skattaskjóla og afsökunarbeiðni.

[12:18]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Eftir að hafa hlustað á umræðurnar hérna sér maður að það hefur ekkert breyst, hvorki í hugarfari stjórnarliða né við þær breytingar sem gerðar hafa verið, að hæstv. forsætisráðherra stígi til hliðar og Sigurður Ingi Jóhannsson komi í hans stað. Það er nákvæmlega sama hugarfarið sem gildir hjá væntanlegri nýrri ríkisstjórn. Það er sorglegt fyrir þjóð og þing að menn líti þannig á að þeir neyðist til þess að gera einhverjar breytingar á sætaskipan og skilji ekki þann þunga sem er í þessu grafalvarlega máli, bæði innan lands og erlendis. Og að koma með einhverja samlíkingu um það að við höfum unnið vel gagnvart útlöndum þegar eldgosið varð og það séu tækifæri í þessu gagnvart umheiminum er ömurlegt. Það er með ólíkindum hvar (Forseti hringir.) menn eru staddir í umræðunni. Þjóðin krefst þess að ríkisstjórnin fari frá strax (Forseti hringir.) því að hún hefur svipt sig öllu trausti og nýtur ekki trausts. Hún verður að skynja vitjunartíma sinn.