145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

afstaða ráðherra til skattaskjóla og afsökunarbeiðni.

[12:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Þau svör sem hæstv. ráðherrar hafa komið með í dag hafa verið gríðarleg vonbrigði. Það hefur engin viðleitni verið í þá átt að fordæma það að Ísland eigi líklega heimsmet í að eiga reikninga í skattaskjólum. Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra talar um mikilvæg verk sem þurfi að klára og að trúverðugleiki landsins sé mikils virði.

Virðulegi forseti. Ef hæstv. ráðherra væri einhver alvara með þeim orðum hefði hann vitanlega verið búinn að stíga til hliðar og segja af sér sem ráðherra fyrir löngu.

Það er mikilvægt að hefja ítarlega rannsókn á notkun á skattaskjólum og herða lög til að ekki sé hægt að fara með verðmæti úr landi. Eftir þau svör sem hér hafa verið gefin í dag þá treysti ég þessum mönnum ekki til að hefja slíka rannsókn. Þess vegna verður að setja á dagskrá (Forseti hringir.) vantrauststillögu á ríkisstjórnina og koma henni frá sem allra fyrst. Við verðum að kjósa (Forseti hringir.) strax.