145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

afstaða ráðherra til skattaskjóla og afsökunarbeiðni.

[12:31]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það er eiginlega óskiljanlegt að við horfum upp á það að það eigi að koma hér á ný ríkisstjórn í landinu, ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, með ráðherra innan borðs sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum. Við búum við það ástand núna að hæstv. fjármálaráðherra hefur átt slíkt fyrirtæki. Hæstv. fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að halda áfram sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þegar hann er spurður ágengra spurninga um þá sögu sína eys hann óhroða yfir þá þingmenn sem spyrja og bendir einnig á að það eigi ekki að persónugera vandann. Ég vil benda á, herra forseti, að það er stórkostlegt vandamál fyrir Ísland að vera með (Forseti hringir.) fjármálaráðherra sem hefur geymt eignir sínar í skattaskjólum.