145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:15]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um vantraust. Hvað er traust yfirleitt? Er það traustvekjandi þegar hv. þingmaður kemur upp, fyrrverandi hæstv. ráðherra, og óskar nýjum ráðherra til hamingju með annarri og reynir svo að kippa undan honum stólnum með hinni? Er það? Og brosir framan í heiminn eins og það sé bara fullkomlega eðlilegt? Til hamingju elsku vinur — og reyna svo að kippa undan honum stólnum? (Gripið fram í.) Er þetta traustið? Er þetta traustið sem menn vilja? Ég segi bara fyrir mig: Ég treysti ekki manni sem óskar mér til hamingju með annarri og (BirgJ: Það eruð þið sem þurfið að tala um traust.) kippir undan mér stólnum með hinni. (Gripið fram í.)