145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:18]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Sú atkvæðagreiðsla sem nú fer í hönd snýst um það hvort ekki sé sá tímapunktur í sögu þjóðarinnar að Alþingi spyrji þjóð sína: Hvað nú? Hvað skal gera núna? Hvert eigum við að fara? Hverjir eiga að fara með stjórn landsins? Þetta er ekkert flóknara en það.

Menn hafa nú þegar viðurkennt að hér hafi orðið slíkir atburðir að þeir hafi kallað á mannaskipti í þýðingarmesta embætti ríkisstjórnarinnar en þeir reyna samt sem áður að hanga á því að það dugi. Að vísu sama stefnuyfirlýsingin. Að vísu sama fólkið sem hefur síðustu tvær, þrjár vikurnar varið allt það sem gagnrýnt hefur verið og leiddi til afsagnar ráðherrans, og ætlast til þess að það haldi áfram.

Auðvitað er það rétt niðurstaða og rökrétt að (Forseti hringir.) ganga strax til kosninga. Það er betra fyrir þjóðina, betra fyrir þingið, betra fyrir alla.