145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:47]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við stofnun þessarar ríkisstjórnar að hún væri í rusli. Formaður Framsóknarflokksins sagði okkur í gær að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði gert alveg það sama og hann, og leiddi til afsagnar hans. Ekki einu sinni formenn stjórnarflokkanna treysta sinni eigin ríkisstjórn, hvað þá stjórnarliðarnir sem nauðugir greiða þó atkvæði með henni, hvað þá stjórnarandstaðan, landsmenn eða heimurinn allur. Hér koma stjórnarliðarnir upp og mótmæla forsætisráðherra og fjármálaráðherra og vörn þeirra fyrir skattaskjólum. Þeir verða að vita það að með því að segja nei við tillögu okkar eru þeir að verja forustumenn ríkisstjórnar sem verja skattaskjólin. Þess vegna segi ég já.