145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:01]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Ég styð eindregið að þingkosningum verði flýtt. Forsætisráðherra hefur sagt af sér. Það verða kosningar í haust. Það eru forsetakosningar í júní og við þurfum tíma til þess að fara í vandað og opið ferli við að velja fólk á framboðslista sem á að taka sæti á nýju Alþingi. Ég styð því ekki þessa tillögu stjórnarandstöðunnar og segi nei.