145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:05]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Þessi umræða hefur allt of mikið verið til þess hugsuð að skapa óróa og ólgu í okkar samfélagi, ýta undir óvissu hjá fólki. (Gripið fram í.) Það er auðvitað ábyrgðarleysi af hálfu þingmanna að sýna af sér slíka framkomu. Það væri að sama skapi, virðulegur forseti, mikið ábyrgðarleysi ef stjórnarþingmenn, þingmenn sem styðja þessa ríkisstjórn, mundu taka þátt í því að hlaupast undan ábyrgð núna á örlagatímum í íslensku samfélagi, að hlaupast undan ábyrgð á þessum mikilvægu tímum. Við höfum hlustað. Það liggur alveg fyrir að menn hafa fallist á að það verði kosið fyrr. Það er spurt að því hvenær verði kosið. Það byggir að mínu mati ekki síst á því, virðulegur forseti, hvernig stjórnarandstaðan (Gripið fram í: Nei …) og stjórnarflokkarnir (Gripið fram í.) ná saman í þingsal [Frammíköll í þingsal.] (Forseti hringir.) um afgreiðslu mjög mikilvægra (Forseti hringir.) mála fyrir samfélag okkar. Ef við förum ekki í þá vegferð saman (Forseti hringir.)og náum ekki saman niðurstöðu um þessi mál (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) getur það tafið afgreiðslu á mikilvægum (Forseti hringir.) málum, þá tefst það til kosninga.

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður segir?)

Hv. þingmaður segir nei.