145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:15]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Sagan mun auðvitað dæma þetta mál á endanum. Hér eru 37 stjórnarþingmenn. Á mánudaginn síðastliðinn voru 22 þús. manns að því er talið var úti á Austurvelli. Þeir voru ekki að gera eingöngu kröfu um stólaskipti í ríkisstjórninni heldur að menn mundu svara ákalli þjóðarinnar um endurnýjað umboð. 37 stjórnarþingmenn á móti 22 þús. sem fer fjölgandi. Þegar upp er staðið á eftir að koma í ljós hvort það hafi reynst gæfuspor fyrir stjórnarflokkana að taka þá ákvörðun núna hér og nú að reyna að hanga á völdunum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé upphafið á endalokum ansi margra stjórnmálamanna sem við horfum hér framan í og í sumum tilfellum er það miður vegna þess að um er að ræða (Forseti hringir.) um margt hæfa stjórnmálamenn á köflum sem eru að taka hér afar vonda ákvörðun, (Forseti hringir.) bæði fyrir sjálfa sig persónulega, pólitískt, en ekki síst (Forseti hringir.) fyrir þjóðina alla.

(Forseti (EKG): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi já.