145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[13:34]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Hvenær fær íslenska þjóðin að kjósa til Alþingis? Við þurfum að fá svar við þeirri spurningu. Forráðamenn ríkisstjórnarinnar hafa lofað að það verði kosið í haust en þráast við að nefna dagsetningu. Við höfum þá reynslu af þessum aðilum að þeir hafa áður lofað kosningu um til dæmis Evrópusambandið sem hefur ekki gengið eftir. Til að við getum haldið áfram á þinginu þurfum við að vita fyrir víst hvaða dag íslenska þjóðin fær að ganga til kosninga. Það þýðir ekki að það sé eitthvert prívatmálefni tveggja aðila, hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra, eða tveggja flokka. Það er atriði sem varðar (Forseti hringir.) alla í þessu samfélagi.