145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[13:59]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Þá höfum við það. Hér verða engin hefðbundin þingstörf á meðan minni hlutinn á þingi fær ekki kröfum sínum framgengt. (BirgJ: Kröfum? Þið lögðuð þetta til.) Meðan þið gerið ekki eins og við viljum þá verða engin hefðbundin þingstörf. Endurspeglast ekki einmitt það sem við stjórnarþingmenn óttuðumst fyrir helgi? Er ekki nákvæmlega það að gerast? Vitleysan heldur áfram af hálfu stjórnarandstöðunnar (BirgJ: Já, ókei.) með tilheyrandi ásýnd almennings á þingstörfin, sem er ekki til fyrirmyndar. (Gripið fram í.) Það er bara svoleiðis. Hér gasprar hv. þm. Birgitta Jónsdóttir fram í og þetta fer mikið fyrir brjóstið á henni. (Gripið fram í.) Ég skil það vel. (Gripið fram í.) Og kemur nú öll hjörðin á eftir. (Forseti hringir.)

Virðulegur forseti. Við getum með samkomulagi lokið þingstörfum til þess að kjósa í haust tiltölulega sómasamlega. (Forseti hringir.) Hér er á dagskrá eitt af mikilvægu málunum sem við ætlum að klára, (Forseti hringir.) en það eru sjúkratryggingar, hámarksgreiðslur (Forseti hringir.) sjúklinga. (Forseti hringir.) Er það málið sem stjórnarandstaðan ætlar núna, (Forseti hringir.) hv. þm. Birgitta Jónsdóttir og hennar hjörð sem hrópar fram í, (Forseti hringir.) að stoppa? (Gripið fram í.) Það að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga? (Forseti hringir.) Það er hér á dagskrá. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Höldum áfram og reynum að fara (Gripið fram í.) að klára vinnuna okkar. (Gripið fram í: Yfirklór.)