145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það er talað um leiðinlega og ljóta ásýnd Alþingis. Alþingi setur niður í hugum fólks. Fólk ber ekki traust til Alþingis. (Gripið fram í: Það er ekki skrýtið.) Það verður ekki aukið í dag, held ég. Það er þó í hendi eins manns að allt falli hér í ljúfa löð á tíu mínútum. Ef hann segir okkur, hæstv. nýorðinn forsætisráðherra, hvenær á að kjósa þá fellur allt hér í ljúfa löð.