145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:04]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Yfirlætið í hv. þingflokksformanni Ásmundi Einari Daðasyni áðan sem og oft endranær er dónaskapur. Það er dónaskapur gagnvart því fólki sem hefur komið hér og eytt tíma sínum í það að halda því fram að mótmælin séu vegna þess að ákvörðunartakan sé í höndum 38 þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin er rúin trausti. Hún er rúin trausti. Þess vegna kallar fólk á kosningar strax.

Forsætisráðherra fyrrverandi vék af ráðherrastól en hann vék ekki af þingi. Hann er nákvæmlega jafn vanhæfur og rúinn trausti sem þingmaður og sem ráðherra. Það sama á við um fleiri. Ég skil ekki þegar þingmenn ætla að reyna að skýla sér á bak við það, ekki það að innáskiptin voru afskaplega góð með þeim þingmanni sem kom inn (Forseti hringir.) í staðinn fyrir hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Það breytir (Forseti hringir.) því ekki að við þurfum að fá að vita þetta til þess að hafa starfsfrið (Forseti hringir.) í nefndum. Við erum að ræða millidómstig, (Forseti hringir.) risavaxið mál í allsherjar- og menntamálanefnd. Á það að afgreiðast? Ég spyr (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra: Á það að afgreiðast? Hvenær fáum við að vita það? Eigum við að halda áfram að vinna …