145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:06]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég hef miklar áhyggjur af þeim málflutningi sem meiri hlutinn hefur um að það séu 38 þingmenn hér sem ráði ríkjum. Ég er bara með mjög einfalda spurningu til hæstv. forseta: Er þingræði á Íslandi eða er meirihlutaræði?

Þá langar mig einnig til að spyrja hæstv. forseta: Er hæstv. forseti þingforseti meiri hlutans og minni hlutans, allra þingmannanna 63 sem sitja hér, eða er hann bara þingforseti þeirra 38?

Þar að auki: Ætlar hæstv. forseti að beita sér í því að reyna að hafa milligöngu um það að komast að einhverri niðurstöðu í þessu risavaxna máli?

Ég krefst þess að fá svör við þessum spurningum þegar í stað.