145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:07]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er þingræði á Íslandi. Forseti Alþingis er forseti Alþingis, þar með talið forseti allra alþingismanna, og hefur reynt að rækja hlutverk sitt þannig. Það gefur hins vegar augaleið þegar tekist er á um mál þar sem skoðanaágreiningur er uppi að ekki eru endilega allir sammála öllu því sem forseti gerir hverju sinni. Hann reynir þó að sýna sanngirni í störfum sínum og fyrst og fremst hlíta þeim lögum og reglum sem hann starfar eftir og stjórnarskránni.

Nú hafa átt sér stað samtöl milli stjórnar og stjórnarandstöðu og forseti vonar að þau leiði til góðrar niðurstöðu.