145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefði ekki sett á dagskrá þessi tilteknu mál ef það væri ekki ætlun hans að halda áfram efnislegri umræðu á Alþingi um þau mál sem eru á dagskrá.

Forseti reyndi að velja þessi mál af kostgæfni og ákvað að setja á dagskrá þessa fyrsta fundar í vikunni mál sem hefur verið kallað eftir annars vegar og hins vegar mál sem afgreitt var samhljóða út úr nefnd.

Með þessu vildi forseti koma til móts við ákall sem hefur komið fram bæði í þjóðfélaginu og á þingfundum um tiltekið úrlausnarefni í heilbrigðismálum og (Gripið fram í.) hins vegar að taka á dagskrá mál sem samstaða var um í þingnefnd og hefur verið afgreitt til síðari umræðu.