145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:17]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill upplýsa að hæstv. menntamálaráðherra hefur óskað eftir því við forseta að skapað verði rými til að fram geti farið umræða um þennan nýja þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Forseti vill að sjálfsögðu reyna að verða við þeirri beiðni og treystir því að við getum fundið tíma til þess að sú umræða geti farið fram, hvenær sem það getur svo sem verið. Forseti vill gjarnan að hún fari fram fyrr en síðar.