145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:22]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Nú hefur forseti og hæstv. forsætisráðherra hlustað á þingmenn, bæði hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar og líka forustumenn þingflokka stjórnarflokkanna. Ég bið forseta og hæstv. forsætisráðherra — sem að vísu er farinn úr salnum — að meta stöðuna. Er ekki alveg augljóst mál og er það nokkuð flókið að setja þurfi niður dagsetningu fyrir kosningar? Ef það er af einhverjum ástæðum ekki hægt að gera í dag, getur hæstv. forsætisráðherra þá beitt sér fyrir því að það verði gert, sagt hvenær hann verði tilbúinn með dagsetningu? Verður hann tilbúinn með dagsetninguna á morgun? Eða hinn daginn? Við verðum að fá einhverja festu í þessi mál til að (Forseti hringir.) þingstörf geti haldið áfram með sómasamlegum hætti.