145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:26]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti hefur lýst því hér fyrir okkur að hann hafi sett mál á dagskrá sem hann telji að við viljum ræða og getum rætt. Ég þakka honum fyrir að hafa ekki sett einhver byltingarmál á dagskrá þennan dag, það er nú víst nóg samt.

En ég ætla að ítreka það að þessar deilur í þingsal er hægt að leysa. Það er hægt að koma hér fram og segja: Það verður ekki kosið — hvað á ég að segja, ég veit það ekki — fyrr en 20. september og ekki síðar en 15. október, eða eitthvað svoleiðis.

Þá yrði þetta bara búið hér í dag, forseti. Og þá er það næsta að ríkisstjórnin setji niður lista um þau mál sem hún vill klára og ræði það við stjórnarandstöðuna. Ég held að stjórnarandstaðan sé orðin jafn leið á því þvargi sem er hér í þessum sal og fólkið fyrir utan.

Við viljum starfa hér (Forseti hringir.) vel og af heilindum og undir almennilegri og góðri verkstjórn. En ég bið virðulegan forseta að gera það fyrir mig að reyna að koma skikki á ríkisstjórnina, hvernig hún nálgast okkur hér.