145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:30]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson hélt því fram að vegna niðurstöðu Hæstaréttar í ágreiningi mínum við tiltekið sveitarfélag varðandi skipulagsmál hafi ég brugðist við með því að segja að ég væri í pólitík.

Það lýsir ástandinu hér, og þá kannski sérstaklega í þingflokki Sjálfstæðisflokksins — sem situr uppi með það að verja formann og varaformann, sem báðir eru á Panama-skjölunum, og ættu auðvitað að víkja — að hv. þingmaður skuli standa hér og að hans eina málsvörn skuli vera að fara með lygar, bera ósannindi á aðra þingmenn. Það er óþolandi, forseti, og ég óska mjög eindregið eftir því að hv. þingmaður verði áminntur fyrir það.