145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

aðgerðir gegn lágskattaríkjum.

[14:36]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessu samhengi: Er ríkisstjórnin til dæmis tilbúin að leggja það til við bandalagsríki okkar innan EES að við stöndum sameiginlega að viðskiptabanni og viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum? Það er fullt sem hægt er að gera ef menn vilja senda þau skilaboð að þeir sætti sig ekki við framgöngu af þessum toga. Ég kalla eftir meiri myndugleika af hálfu ríkisstjórnarinnar í því. Það er auðvitað hluti af því líka að formenn stjórnarflokkanna ljúki því sem ekki hefur verið lokið við, að gera fyllilega hreint fyrir sínum dyrum hvað þeirra persónulegu tengsl varðar að þessu leyti. Að síðustu vil ég bara segja: Er hæstv. forsætisráðherra tilbúinn að segja nokkur orð hér í seinna andsvari sínu varðandi dagsetningu þingkosninga?