145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna.

[15:13]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að þakka forseta fyrir að mörgu leyti ágætissvar og ágæta yfirferð yfir þessa stöðu og hvatningu til okkar þingmanna að því er varðar hagsmunaskráningu.

En vegna þess hversu alvarlegt tilefnið er þá ætla ég að boða það hér að ég muni leggja fram skriflega fyrirspurn um þessi mál þannig að forseti geti þá farið betur yfir það á þingskjali.

Þar tel ég rétt að verði einnig spurt hvort forseti Alþingis eigi að breyta reglum um hagsmunaskráningu þingmanna og skrá víðtækari upplýsingar en nú er gert. Þannig að það liggi þá algjörlega fyrir hver afstaða forseta er til þessa því að um þetta er verulegur ágreiningur. Ekki bara ágreiningur um okkur flest heldur ágreiningur um þá ráðherra sem er að finna í Panama-skjölunum.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna