145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna.

[15:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mig langar, í ljósi þess að það er kominn miðvikudagur, að spyrja hvort forseti hyggist halda fund með þingflokksformönnum til að ræða þá staðreynd að ekki er komin dagsetning eða málaskrá til þess að fá upplýsingar um framvindu mála, hvernig gangi hjá ríkisstjórnarflokkunum að ná saman þeim upplýsingum. Mig langar líka að beina því til þingflokksformanna meiri hlutans að þrýsta á að þessi málaskrá fari að koma fram. Mér skildist á þessum fundi með forsætisráðherra að það lægi í höndunum á þingflokksformönnum og þingmönnum að meta stöðuna í málum o.s.frv. Mig langaði bara að þrýsta á þá og þrýsta á að stöðufundur verði með þingflokksformönnum og forseta áður en gengið verður inn í helgina.