145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna.

[15:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Í kjölfarið á orðum hv. þm. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur áðan vil ég upplýsa að eftir því sem ég best veit er gefinn út þátttakendalisti yfir þá sem sækja kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York sem er vinnuskjal fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sem, nota bene, stóð sig og hefur staðið sig gríðarlega vel í því að búa menn undir að koma þarna, veita þeim upplýsingar o.s.frv. Inn á þennan lista rata öll nöfn þeirra sem koma þarna vestur til að líka sé hægt að útvega þeim aðgang að aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna o.s.frv. Á þessum lista voru, ef ég man rétt, í síðustu viku eða þar áður ein 27 nöfn, mest frá frjálsum félagasamtökum, m.a. Kvenréttindafélagi Íslands, einnig ráðherra félagsmála með fylgdarliði. Listi þessi er sem sagt vinnugagn sem er gefinn út til að létta þeim sem (Forseti hringir.) sækja þessa ráðstefnu störfin og skipulag sitt meðan á ráðstefnunni stendur.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna