145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

327. mál
[16:07]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að gerð þessarar þjóðaröryggisstefnu og þakka fyrrverandi ráðherra, hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni, og hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur, sem komu þessu af stað í upphafi og öllum öðrum þingmönnum í sjálfu sér sem komu að þessari vinnslu, utanríkismálanefnd fyrir góða vinnu og að klára þetta verkefni og að sjálfsögðu líka starfsmönnum utanríkisráðuneytisins sem komu mikið að þessari vinnu.

Það er gott að þetta er að komast í hús. Við tekur hins vegar frekari vinna við þjóðaröryggisstefnuna, að fara í þær tillögur sem þar eru lagðar fram samkvæmt þingsályktunartillögu o.s.frv. Ég vona að áfram verði jafn góð samvinna og samstarf um framhaldið.