145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

327. mál
[16:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er gott að við erum að fá hér í gegn þjóðaröryggisstefnu en í áliti utanríkismálanefndar kemur fram:

„Í tillögunni felst að þjóðaröryggisstefna verði byggð á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála. Grundvallarforsenda stefnunnar er staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana.“

Hér kemur líka fram að við viljum vera kjarnorkuvopnalaust land. Það sem skýtur skökku við er að það getum við ekki verið út af alþjóðasáttmálum eða alþjóðasamvinnu og því finnst mér mjög brýnt þegar þetta verður endurskoðað á fimm ára fresti að við höldum áfram þeirri vinnu að hafa raunverulega kjarnorkuvopnalaust land og landhelgi.