145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

327. mál
[16:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Líkt og aðrir á undan mér fagna ég því að við erum komin hér að leiðarlokum að því að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem margir hafa komið að og unnið gott verk. Ég get hins vegar ekki sagt annað en að ég vildi óska að ríkt hefði annað andrúmsloft í þjóðfélaginu þegar við tökum þennan mikla áfanga en nú er. Öryggi byggir fyrst og fremst á trausti og við hér í þessum sal njótum ekki trausts. Vonandi verða fljótt kosningar í landinu þannig að hér geti setið fólk sem nýtur trausts.

Ég fagna því að þessi stefna er í höfn en ég óska okkur öllum hins, að við getum endurnýjað okkar traust til að vera í þessum sal. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)