145. löggjafarþing — 98. fundur,  14. apr. 2016.

fjárlagagerð fyrir árið 2017.

[11:00]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegur forseti. Það gleður mig að hæstv. fjármálaráðherra hafi getað svarað spurningu minni.

Það sem mér fannst ekki koma alveg nógu skýrt fram, og þetta er náttúrlega það sem allur þingheimur hefur verið að kalla eftir, er hvort við getum treyst því að gengið verði til kosninga í haust.

Fjárlagagerðin skiptir alveg gífurlega miklu máli þannig að við séum öll við sama borð þegar kemur að því hvaða vitneskju við höfum um fjárlagagerðina og hvert framhaldið verður.

Þetta helst allt saman í hendur og það gleður mig að heyra að ekki verði samþykkt fjárlagafrumvarp á þessu þingi.

Hins vegar virðist sem stjórnarþingmenn og hæstv. ráðherrar séu eitthvað að draga til baka kosningar í haust. Mig langar því að fá það alveg á hreint og skýrt og skilmerkilega fram að svo sé ekki.