145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[16:52]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það getur vel endað svo að sjálfsögðu að maður samþykki ályktunina, þess vegna stend ég hér í þeirri von að þar verði breyting á. Ég hefði ekki komið fram með þessa gagnrýni áðan nema af því að ég gagnrýni forgangsröðunina. Ég er bara ekki sammála þeirri forgangsröðun sem birtist í þessari samgönguáætlun og vona að sjálfsögðu að þar verði breyting á.