145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[17:33]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þær upplýsingar sem fram komu í svari hans. Mig langar líka til að heyra skoðun hv. þingmanns á því hvers vegna uppbygging samgangna og nauðsynlegt viðhald samgöngu- og vegakerfisins hefur mátt mæta viðlíka fjársvelti sem raun ber vitni á þessu kjörtímabili og fram kemur í þeirri áætlun sem hér er lögð fram af hæstv. ráðherra. Ég velti því líka fyrir mér hvort hann sem hv. þingmaður Suðurkjördæmis telji nógu mikla fjármuni setta í samgönguúrbætur í hans eigin kjördæmi.