145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

tuttugu og fimm ára þingseta.

[15:05]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Áður en gengið er til dagskrár vill forseti vekja athygli þingheims á því að í dag eru liðin 25 ár, aldarfjórðungur, síðan hv. þingmenn Einar K. Guðfinnsson, 2. þm. Norðvest. og forseti Alþingis, og Össur Skarphéðinsson, 4. þm. Reykv. n., voru kjörnir til setu á Alþingi. Það var í alþingiskosningunum 20. apríl 1991.

Einar K. Guðfinnsson hafði þó nokkrum sinnum setið á Alþingi sem varamaður, í fyrsta sinn í apríl 1980, þ.e. fyrir hvorki meira né minna en 36 árum.

25 ár eru langur tími í stjórnmálum og þeir eru ekki margir þingmenn í seinni tíð sem eiga svo langa setu á þingi. Forseti óskar „afmælisbörnum“ dagsins, ef svo má segja, til hamingju með langan og farsælan þingmennskuferil. Og þrátt fyrir langan feril eru þeir hv. þingmenn Einar K. Guðfinnsson og Össur Skarphéðinsson — eins og allir vita — með yngstu mönnum hér, a.m.k. í anda og fjöri svo ekki sé meira sagt.