145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga.

[16:07]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Einn aðallærdómurinn sem draga má af rannsóknarskýrslu Alþingis er sá að eftirlit stofnana, þar með talið Alþingis, brást. Við erum nú að sjá afleiðingarnar af því. Panama-skjölin eru afleiðingar af hruninu og ástæðan fyrir því að þau koma flatt upp á fólk er sú að við héldum að þetta væri búið. Mér þykir ekkert að því að ætlast til þess að stofnuð verði rannsóknarnefnd varðandi þetta mál. Mér þætti það sjálfsagt. Þetta er hluti af því að gera upp hrunið sem var, svo að því sé haldið á hreinu, sannarlega ekki mér að kenna heldur kannski frekar öðrum eldri þingmönnum hér; ekkert sérstaklega góð framtíð sem ég stend frammi fyrir á næstu áratugum. Takk kærlega fyrir, ég vil endilega fá rannsóknarnefnd til að skila rannsóknarskýrslu út af þessum Panama-skjölum, til þess einfaldlega að gera upp þetta bölvaða hrun.