145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1076, um aðkomu að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna o.fl., frá Árna Páli Árnasyni.

Einnig hefur borist bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1136, um fundahöld, frá Brynhildi Pétursdóttur.