145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[10:35]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Við erum enn þá í auga hvirfilbylsins. Panama-skjölin hafa skilið eftir sig gríðarleg spor í íslensku samfélagi. Þau munu verða fleiri og dýpri. Áhrifanna er farið að gæta eins og hér hefur komið fram. Hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt af sér. Nöfnunum fjölgar. Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, er eitt. Kári Arnór Kárason tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs og Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, er hættur.

Enn skilar þó forusta ríkisstjórnar Íslands auðu í stærsta verkefni seinni tíma, því verkefni hvernig Alþingi Íslendinga ætlar að taka á þessu fordæmalausa máli. Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands, situr enn en er sjálfur í Panama-skjölunum.

Forseti. Þetta gengur ekki. (Forseti hringir.) Þetta er algjörlega óásættanlegt.